E. Bridde ehf

HUSK

Husk vörulínan var framleidd af fyrirtækinu W. Ratjé Forskeller ApS í Danmörku sem var stofnað árið árið 1979 og hafði frá upphafi verið í sömu fjölskyldunni. Árið 2015 keypti matvælafyrirtækið Orkla Care A/S allan reksturinn.

Betri heilsa.

HUSK er náttúrulegt fæðubótarefni sem inniheldur malað hýði fræja af indversku plöntu sem ber heitið Plantago psyllium og af sumum kallað flófræ eða psyllium fræ.

Hægt er að nota HUSK daglega til að bæta mataræðið með skammti af hreinum náttúrulegum tréfjum en það fæst í hylkum og duftformi til inntöku. Einnig má nota fæðubótarefnið til bakstus en þá er það selt undir heitinu fiberHUSK.

Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar án allra auka efna og er glutenfrí vara.

Frá því að HUSK kom á markað hér á landi fyrir 20 árum er svo komið í dag að notkun á HUSK náttúrulyfinu er orðin hluti af daglegu lífi fjölda fólks, aukið lífsgæði þeirra og gefið betri heilsu.

HUSK psyllium hýði er viðurkennt sem náttúrulyf sem vinnur gegn of háu kólesteróli, harðlífi, iðraólgu (órólegum ristli) og niðurgangi.

HUSK bætir meltingu og starfsemi þarmanna á vægan hátt.

Allar pakkningar og fylgiseðlar HUSK vöru línunar nema fiberHUSK er á íslensku.

Tenglar á HUSK:

HUSK í duftformi fæst í þremur stærðum pakkninga (náttúrulyf)

  • 200 gr, Tegundar no. 70225177
  • 450 gr, Tegundar no. 70219915 

Husk í hylkjum (náttúrulyf)

  • 225 hylki í pakkningu, Tegundar no. 70203947

FiberHUSK fyrir bakstur

  • 300 gr, Tegundar no. 70210017

 

FiberHUSK?

FiberHUSK er trefjavara sem leysa má upp í vatni, varan inniheldur malað hýði fræja af indversku plöntunni Plantago ovata Forsk. og er einnig þekkt sem Ispaghula Husk eða hýði Psyllium fræja. Trefjarnar samanstanda af vatnsuppleysanlegum hemisellulósa, pektíni, pentósum og hexósum.

FiberHUSK í venjulegum bakstri

Með því að nota FiberHUSK í bakstri eykst trefjainnihaldið. Deigið nær að binda vökvann betur og brauð, bollur og kökur halda ferskleikanum lengur. Brauð með miklu trefjainnihaldi mettar betur en venjulegt hvítt brauð. Fæðutrefjar stuðla ennfremur að betri meltingu og hefur góð áhrif á þarmana.

FiberHUSK í glútenlausan bakstur.

FiberHUSK gerir náttúrlegt glútenlaust brauð safaríkara. Það stuðlar að því að deig úr náttúrulegum glútenlausum hveititegundum lyftir sér betur og glútenlausar kökur og brauð fá betri áferð auk þess að koma í veg fyrir að það molni. Margar glútenlausar hveititegundir innihalda minna af trefjum en venjulegt hveiti. Því er mikilvægt að gæta þess að fæðan innihaldi nægilegt magn af trefjum.

Trefjar og meltingin

Trefjar í fæðunni eru forsenda vellíðunar sem ræðst m.a. af því að magi og þarmar ná að vinna úr fæðunni vandræðalaust. Trefjar hafa mjög góð áhrif á þarmaveggina og stuðla að viðhaldi styrks og samdráttargetu þarmanna, sem minnkar hættuna á harðlífi.

Erfitt er að melta fínmalað hýði fræja líkt og aðrar tegundir plöntutrefja. Á leið sinni í gegnum maga og þarma sýgur það í sig vökva og bólgnar, á sama tíma og það gefur frá sér slím sem eykur vatnsinnihald þarmanna. Innihald þarmanna fær þannig betri áferð sem er auðveldara að „vinna með“, sérstaklega fyrir ristilinn.

Hverjir geta notað FiberHUSK?

Það geta allir, bæði börn og fullorðir sem vilja vera viss um að fá nægilegt magn af trefjum. Þó ættu börn undir þriggja ára aldri ekki að fá meira en 15 grömm af trefjum á dag. Varan er án aukaefna og er ekki ávanabindandi. Þungaðar konur og einstaklingar með glútenóþol geta einnig notað FiberHUSK.

Trefjar eru mikilvægar

Ráðlagður dagskammtur af trefjum fyrir fullorðna er 25-35 grömm á dag. FiberHUSK getur stuðlað að aukinni neyslu fæðutrefja með því að auka magn trefja í mat og brauði. Venjulega er ekki mælt með hvítu brauði, en ef sett er nægilegt magn af náttúrulegum fæðutrefjum í brauðið er jafnvel hægt að mæla með samlokubrauði. Með FiberHUSK er hægt að baka hvítt brauð sem inniheldur álíka mikið af trefjum og gróft rúgbrauð.

FiberHUSK í öðrum uppskriftum

Allir geta notað FiberHUSK í eigin uppskriftir ef þeir vilja aukið trefjainnihald. Bætið 20 grömmum af FiberHUSK og 1 dl. af vökva í hver 500 grömm af hveiti sem notað er í uppskriftinni.

HUSK Psyllium-hýði er viðurkennt sem náttúrulyf gegn of háu kólesteróli, harðlífi, iðrabólgu (órólegum ristli) og niðurgangi.

Mælieiningar

  • 1 tsk. FiberHUSK = u.þ.b. 3 grömm / 5 ml.
  • 1 msk. FiberHUSK = u.þ.b. 9 grömm / 15 ml.
  • 1 tsk. FiberHUSK samsvarar 2 tsk. af ómöluðu Psyllium fræhýði.

Annað

Svona tekur þú inn Husk®fibre :

Duftið er hrært út í eitt glas af vatni (1,5 dl.) og er drukkið samstundis. Að því loknu skal drekka annað glas af vökva.

Mikilvægt:

Mikilvægt er að duftið sé tekið inn með því vökvamagni sem tilgreint er. Husk®fibre sýgur í sig vökva og myndar hlaupkenndan massa, magi og þarmar hafa þá eitthvað að vinna með og þar með eykst hreyfing þarmanna.Of lítil vökvaneysla getur valdið harðlífi.

Husk®fibre styttir þann tíma sem fæðan er í þörmunum og getur mögulega haft áhrif á upptöku annarra lyfja. Því skal taka inn Husk®fibre einni klukkustund fyrir eða eftir að annað lyf er tekið inn.

Þungaðar konur og börn yngri en 6 ára skulu aðeins nota efnið samkvæmt samráði við lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk.

Husk®fibre geta valdið vindgangi. Þau áhrif hverfa venjulega eftir nokkurra daga notkun.

Ráðlegur daglegur skammtur:

  • Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 2 teskeiðar (6 grömm) 1-2 sinnum á dag.
  • Börn á aldrinum 6-12 ára: 1 teskeið (3 grömm) 1-2 sinnum á dag.

Ekki skal nota stærri dagskammt en ráðlagt er.

Geymsla:

Husk®fibre skal geyma á þurrum stað þar sem börn ná ekki til.

Annað:

Husk®fibre virkar eftir nokkurra daga notkun og er ekki vanabindandi. Husk®fibre á ekki að koma í stað fjölbreyttrar fæðu. Husk®fibre er einnig hægt að fá með fersku sólberjabragði.

250 grömm

Innihald:

Hýði af Psyllium husk fræjum (Ispaghula husk sætuefni (sykur), bragðaukandi efni (sítrónusýra, sítrónubragð), sætuefni (saccharinnatrium).

Virkt efni:

Hýði af Psyllium husk fræjum (Ispaghula husk)

Innihald virks efnis í ráðlögðum dagskammti:

  • Fullorðnir: 1 skammtur inniheldur 3,62 grömm af fæðutrefjum
  • Börn: 1 skammtur inniheldur 1,81 grömm af fæðutrefjum

Uppskriftir

Gluten frítt þriggja korna brauð

Aðferð: Hrærið deigið í hrærivél. Mælið rétt magn af muldu bókhveiti, sesamfræjum og hörfræjum og setjið í skál. Hellið 200 ml. af sjóðandi vatni yfir og látið standa í vatninu í nokkrar mínútur. Setjið 400 ml. af volgu vatni og Huskduftið í hrærivélarskálina og hrærið í 5 mínútur, þar til blandan fer að þykkna. Vigtið mjöltegundirnar, kryddin, súrmjólk, olíu, hunang og örlítið ger í skál. Hrærið nú fræjunum og kjörnunum sem legið hafa í bleyti út í massann í hrærivélarskálinni. Þá er afgangurinn settur í hrærivélarskálina og blandan hrærð saman í 15 mínútur. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast á  hlýjum stað (28 °C) í 30 mínútur. Með því að kveikja ljósið í bakarofninum má ná viðeigiandi hita.

Smyrjið bökunarform (1,75 l) með olíu. Setjið smá olíu á hendurnar áður en deigið er handfjatlað, það kemur í veg fyrir að það festist við hendurnar. Sláið deigið niður með krepptum hnefa og setjið á borðið. Mótið deigið þannig að það verði brauðlaga og setjið í  formið. Smyrjið brauðið með olíu og hyljið með röku viskastykki og látið hefast á hlýjum stað í u.þ.b. 1 klukkustund. Smyrjið deigið sem nú er fullhefað með hrærðu eggi, skerið í yfirborðið með beittum hníf og bakið við 200 °c í 40-45 mínútur.

Þriggja korna brauð

  • 200 ml. sjóðandi vatn
  • 90 gr. brotið  bókhveiti
  • 40 gr. sesamfræ
  • 40 gr. hörfræ
  • 400 gr. volgt vatn
  • 2 sléttfullar matskeiðar Huskduft
  • 200 gr. hirsimjöl
  • 370 gr. hrísmjöl
  • 100 gr. Maizena (maizena mjöl)
  • ½ tsk. malað kóríander
  • 1 tsk. salt
  • 100 gr.  hrein jógúrt eða súrmjólk
  • 20 gr. olía
  • 40 gr. hunang
  • 35 gr. ger
  • Næringarinnihald í hverjum 100 gr. 
  • 1023 kJ 5,4 gr. prótein 4,7 gr. fita
  • 2,9 gr. trefjar 0,2 gr. laktósi

Gluten frí súkkulaði kaka

  • 100 gr. heslihnetur
  • 100 gr. dökkt súkkulaði
  • 150 gr. egg
  • 160 gr. sykur
  • 80 gr. olía
  • 100 gr. rjómi
  • 150 gr. bókhveiti
  • 50 gr. Maizena (maizena mjöl)
  • 20 gr. kakó
  • 1 msk. Huskduft
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. Salt

Skreyting: 2 msk. flórsykur

Aðferð: Saxið hneturnar gróft. Setjið hneturnar í plastpoka og myljið með t.d. kjöthamri. Saxið súkkulaðið gróft. Hrærið egg og sykur í hrærivélarskál þar til blandan stífnar. Blandið saman olíu og rjóma og hellið rólega út í eggjamassann. Setjið heslihnetur, súkkulaði, mjöltegundirnar, kakó, Huskduft, vanillusykur og salt í aðra skál og blandið vel saman áður en því er blandað út í eggjamassann. Smyrjið bökunarform (1,7 l) með smjörlíki eða smjöri, dreifið örlitlu af bókhveiti yfir og hellið deiginu í formið.

Bakist við 175 °C í 40-45  mínútur

Látið kökuna standa í forminu í 5 mínútur áður en hún er tekin úr forminu og lögð á bökunarrist. Kælið kökuna og skreytið áður en hún er borin fram: Setjið flórsykur í sigti og sáldrið  yfir kökuna með sigtinu.